Færsluflokkur: Bloggar
23.3.2011 | 10:52
Hæ
Hæ ! Er í bjútígírnum og búin að skokka í morgun.Reyndar bara í 15 mín en tek svo aðrar 15 í dag.
Er í hollustunni núna enn þá sem er af deginum.Cerios í morgunmat og hollustubakstur´´a milli mála.Tók með mér líter af vatni sem ég klára í vinnunni og fylli svio aftur á annan líter í dag. Annars bara allt fín 98,1 í gær.97,7 í morgun ;) Eigum við ekki að segja að góðir hlutir gerist hægt.Hef alltaf tekið mína kúra með trompi eða þannig að það hrynur af mér og svo bara spring ég en núna verður þetta svona eins og evrovision lagið í den Hægt og hljótt.Hef bara gaman af þessu.Helgarnar veit ég að verða mér erfiðastar þar sem að þá eru allir heima nammidasgur og mikið verið að borða.En nú verð ég að passa að springa eða leyfa mér að detta í sukk einn dag en ekki eins og svo algent er hjá mér föstudag.Laug og sunnudag það er bara allt of mikið.
Bjútíbolla kveður í bili :)))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2011 | 20:20
Fitubolla verður krúttubolla
Halló aftur.
Er bara í góðum gír.Hver er það ekki sem er að hefja átak.Maður verður held ég bara að vera svolítið léttkærulaus,og gera grín af sjálfum sér.
Verð nú að segja að mataræðið hefur ekki verið beint hollt í dag,pulsur í kvöldmat 3stk. cerios í morgunn,tortilla í hádeginu og ástarpungar í kaffinu.
En ég er að detta í gírinn,og ætla að skokka í korter núna í kvöld.
Svo er bara að halda áfram á morgun.
Finn ég verð að setja inn hreyfingu,og á morgun er það vatn og aftur vatn líka.
Ætla að dekra við mig í kvöld og setja maska á andlitið og yndisleg krem.Góða lyktin
hefur svo góð áhrif á mig.
Ætla líka að sjóða vatn og setja lime út í.
En annars gengur allt vel,og nú gef ég sjálfri mér gott spark í rassinn og hana nú sagði hænan ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2011 | 14:06
Well þetta gengur víst ekki svona ;)
Halló !
Aðeins meira af mér. Já ég er ekki alveg að standa mig.Dagurinn fór samt vel af stað.Skokkaði í 15 mín.Morgunnmaturinn var cerios ekki hunangs með undanrennu út á.
Í hádeginu voru það svo 2 stk tortilla með skinku,eggi og káli,smá hafraklattar og 2 ógeðslegir ástarpungar.Keypti að vísu þrjá en henti einum,þvílíki sykurinn í þessu aujj.
Nú er ég bara alveg á blístrinu,og verð bara að skokka seinna í dag þegar tími gefst,og reyna að hlaupa af mér aukabitana.
Er bara nokkuð hress miðað við allt.
Bakið slæmt er búin að fara í bakaðgerð,og á í því alltaf.
Hnén ekki góð mikið slit og ekkert hægt að gera nema ég gæti létt mig og þá liði mér betur.
Búin að fá krabbamein ,en komst yfir það. Þar af leiðandi hef ég svolítið hlíft mér og eiginlega búið í ísskápnum.Var alltaf í kjörþyngd eða til 1999 þá þyngdist ég um 36 kíló þegar ég gekk með dúlluna mína.Á 3 dúllur og hef ekki náð af mér kílóunum,og ekki skánaði það við bakveikina,bakaðgerðina og allt hitt.Ég er samt þessi kona sem er ekkert að hlífa mér í vinnu.Er ekki til í að vera öryrki meðan ég get .Gæti þó hæglega látið dæma mig öryrkja.Ég rek heimili með manninum og þremur börnum.Á og rek eigið fyrirtæki og stend mig vel.Vil helst hafa allt tipp topp fínt þó svo að það gangi alveg alltaf upp,og fer helst ekki út með ruslið án þess að setja upp varalit;)
Líður best vel til höfð og hef gaman af að punta mig.Á t.d. fullt af æðislegum fötum sem hafa verið inni í skáp síðustu 12 ár og eru allt of lítil.
Ég fæ bara aldrei nóg er ekki södd nema smátíma í einu.Finnst allt svo gott aðallega óhollustan rjómi,súkkulaði,gos,sælgæti. Púffff...Fór t.d. í átak svona heimagert 4jan stóð mig mjög vel þangað til í b mars þá f´r ég í smá ferðalag út að borða og fékk mér stei8k og gos og ís og og og....
þar með var ég búin að bæta á mig 4 kílóunum sem ég var búin að losa mig við síðustu 2 mánuði.
Well fínt í bili ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2011 | 08:48
Blogga um átakið mitt sem hefst í dag 22 mars 2011
Já halló!
Hér er ég allt of þung eða 98,1 kíló.
Ég er enn eina ferðina að hefja átak og ætla núna að blogga um það.
Ætla bara að koma með allar tölur réttar og ekkert að fela lengur.
Spurning hvort þessi leið virki ekki bara best að tjá sig um fituna ljótuna og allt hitt.
Já segjum bara að ég sé krúttubulla.Ekkert hrikalega ófríð 48 ára kona sem er bara allt of þung.
Markmið mitt er að léttast.Í þetta sinn ætla ég að gera það hægt.Stefni á 2 kíló á mánuði.
Þegar ég hætti að blogga núna á eftir ætla ég að skokka um húsið mitt, og svo er það sturta og vinna.
Eins og ég segi ég er búin að prófa held ég bara ansi marga kúra.Danska kúrinn,var bara ekkert
að fýla allt þetta grænmeti,og stóð mig ekkert.Detox hjá Jónínu.Léttist heilan helling en var svo gjörsamlega orkulaus eftir detoxið að það tók mig örugglega hálfan til einn mánuð að ná mér eftir það.Er nú búin að bæta enn meiru á mig en áður en ég fór í detoxið.
Þoli bara ekki þessa fitufellingar lengur og ætla núna að gera þetta upp á minn máta.
Sjáumst í kvöld,þá set ég inn hvernig dagurinn gekk hjá mér,og svagalega væri nú gott að fá smá pepp :I Bæjó í bili.Kveðja Krúttubolla (:-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)