Færsluflokkur: Bloggar

1.mánuður í átaki . Tölur :)

Góðan dag og Gleðilegt sumar !

Átakið mitt hófst 22/3 og er kominn mánuður í dag.

Markmið mitt er að léttast.

Það hefur gengið mjög vel hjá mér.Helstu brytingarnar sem ég hef gert eru:

Borða minna en samt aldrei að svelta sig.

Borða hollt,forðast sykur og hveiti.

Mér finnst gaman að segja frá því að þetta eru örugglega fyrstu páskarnir sem fara í hönd þar sem ég hef ekki bragðað nokkur egg fyrir páska.

Ég lýg því ekki að undanfarin ár hef ég alltaf verið búin að torga nokkrum eggjum fyrir páska.

Ég er bara mjög stolt af sjálfri mér og hvað ég hef náð að aga mig þennan fyrsta mánuð.

Tölur:

22/3 = 98,1

23/4 = 94,3

Á mánuði hef ég sem sagt náð af mér - 3,8 kílóum.

Er mjög ánægð stefnan hefur verið tekin á -2 kíló á mánuði það má aldrei vera minna en það.

Takmarkið er að fara niður í kjörþyngd sem er 72 kíló.

Ég held matarboð í kvöld og fagna páskunum og borða páskaegg eins og aðrir,en í hófi.

Gleðilega páska !


Er hér já já!

Sæl Mikið að gera. Kem með tölur 22/4 sem er á föstudaginn.Þá

er mánuður búinn !

Sjáumst!

Koss koss Kissing


Er alveg að meika þetta ;)

Já halló!

Held mínu striki og er stolt af því.

Er búin að fatta tvö góð brauð sem eru góð og gera allt sem þarf fyrir mig.

Fitty brauð og 5 korna rúgbrauð.Í lagi að borða 2-3 á dag.Mjög gott og setja ofan á t.d. ost,papriku,gúrku ;)

Átak hófs 22/3 og núna er 14 /4 Var 98,6

Er núna alveg akkúrat    95,1  = - 3,5 kíló á ekki mánuði.

Ansi hreint gott ! hef ekki breytt neinu nema mataræðinu.Borða er aldrei södd

hreyfi mig eitthvað á hverjum degi og vatn og aftur vatn.Finn líka að húðin

er að lagast og mér líður létt ! Yndislegt Kissing


Af krúttubollu er allt gott að frétta ;)

Já það eru orð að sönnu !

Allt gott að frétta af mér,hef algjörlega haldið mínu striki,og lét allt

súkkulaði eiga sig þessa helgina.

Er í góðum gír á góðum degi.Bros til þín er þetta les.Sjáumst !

Vilji+sulla áhuga út á+slatti af aga,og svo er bara að njóta ;))

Eigum góðan dag :) Sjaumst !


Hæ aftur og ekki í síðasta sinn ;)

Góðan daginn til þín er þetta lest :)

Er núna svolítið lukkuleg ;) en það er einmitt núna sem ég verð að passa mig þegar ég sé árangurinn,þá á ég það til að verða svo ánægð að ég dett óvart í súkkulaðið og gosið:( en nei nei það er ekkert að gerast. Líður vel :) er búin að setja alla fjölskylduna í átak og hreyfingu,

svo nú er þetta ekkert vandamál. Ætla að hugsa átakið mitt sem eitthvað sem er ekki erfitt heldur jákvætt markmið í rétta átt.Ef það er eitthvað vandamál þá er það bara ég sjálf. En ég hef reyndar verið þekkt fyrir það ef eitthvað bjátar á að sýna mikla jákvæðni og trúi að það hjálpi líka núna.

Ég er eins og reykingamanneskjan sem er að hætta að reykja löngunin hverfur kannski ekki í eitt tvö ár.Og ég finn svakalega löngun eða finn að líkaminn minn er mjög svo hrifinn af nammi og nú er ég að segja ssjálfri mér og heilann forrita heilann upp á nýtt :) Þetta er ekkert mál er bara góð í dag og í stuði með Guði.Njótið dagsins það ætla ég að gera.Blikk blikk Wink

 


Er glöð í deginum :)

Góðan daginn  !

Ég er glöð í deginum.

Fór inn í daginn jákvæðari enn nokkru sinni fyrr ;))

Fékk mér góðan göngutúr.

Morgunn= cerios með 1/4 bananabitum og léttmjólk 1 skál :)

Hádegi = Spældi 2 egg með spínati,sveppum og skar smá ost ofan á.Sullaði

svo smá balsamic ofan á ;)) Geðveikt ;;)))

1 líter af vatni og bros með því :)

Njótið dagsins hann kemur ekki aftur .Knús Kissing


Góður taktur !

Já loksins er ég að spila í réttum takti:) Dúndurgóður dagur og ég á réttu róli.

Er aftur meðvituð og bara á bremsunni ................

Ohhh mér líður vel.Lífið er gott alveg eins og ég vil hafa það ;)

Hver er sinnar gæfu smiður var mottoið í dag og það er svo mikið rétt !

Njótið kvöldsins það ætla ég að gera og einnig að sötra vatn,vatn,vatn og aftur vatn.

Love Heart

 

 


Úbbs !!!

Hæ !

Æjjj datt í sukkið um helgina og sukkkkkaði feitt.

Þá meina ég hammari á Laugardag,og 1 pakki af súkkulaðibitum og diet coke. Svei er líka að drepast úr samviskubiti.

Auðvitað hef ég þyngst.Gotttt á mig :(

En nú er að taka upp góðar venjur og aga sig betur ;)

Æjjjj mér er ekki viðbjargandi,ég verð samt að standa mig það er svo vont að vera svona feit :((

Léttkæruleysi með báða fætur á jörðinni er það sem dugar núna.

Knús til ykkar Kissing

:(((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((((

Sjáumst ;)))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))

 


Vigtin hlýtur að vera biluð

Já góða kvöldið !

Vigtin hlýtur að vera að stríða mér .Hún sýndi 95,9 í morgun.

En já er reyndar á 110 þessa dagana svo mikið að gera í vinnunni og mikill hamagangur í mér.Gaman gaman.En ég er að stefná á -2 kg í mánuði svo þetta er einum of gott til að vera satt.Eða -2,2 á 10 dögum....

Já eins og þið heyrið er ég mjög ánægð með að ná 2 kílóum á mán,en hitt er bara bónus ;;)

Lifið í lukku en ekki í krukku !

Þangað til næst =Bless


Allt að koma ;)

Vaknaði í morgun eilítið úfin og úldin eftir svefnlitla nótt.

Er ein af þessum konum sem á það til að hugsa of mikið að það hálfa væri nóg.Ekkert sniðugt !

Þannig að ég er hálf úldin og finn hvað ég er  ósofin öhhh. Kem engu í verk en stend mig

samt í átakinu.

Morgunn= búst klakar,vatn,3msk skyr,frosin jarðarber 8stk. Náði að svolgra í mig næstum einu glasi af þessari sprengju áður en ég fór í vinnuna á harðaspretti.

Hádegi= 1 diskur og á hann fór: spínat góð lúka. skar ost niður í bita ca 1/2 lúka.Rauðlaukur 2msk. Agúrka ca 1/2-1 lúka.

Smakkaðist vel og á þetta fór svo 1/2 mask pítu,grænmetis og balsamikedik. nammmm:)

Kaffi= 1 glas búst ab mjólk jarðarber,1.msk jarðarberjaskyr,klakar+vatn

Í kvöldmat verður slátur og vatn í ótakmörkuðu magni í kvöld.

Góður dagur er samt ekki alveg komin í gírinn og kl að verða 17:00 úppps nú er að sofna snemma enda stór dagur á morgun og hinn ,mikið að gera og ekki veitir af að vera með hausinn í lagi.

Njótið dagsins það sem eftir er af honum ! Og munum að lifa í lukku,þetta er allt spurning um hugarfar,ekki satt ;))  Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband