1.mánuður í átaki . Tölur :)

Góðan dag og Gleðilegt sumar !

Átakið mitt hófst 22/3 og er kominn mánuður í dag.

Markmið mitt er að léttast.

Það hefur gengið mjög vel hjá mér.Helstu brytingarnar sem ég hef gert eru:

Borða minna en samt aldrei að svelta sig.

Borða hollt,forðast sykur og hveiti.

Mér finnst gaman að segja frá því að þetta eru örugglega fyrstu páskarnir sem fara í hönd þar sem ég hef ekki bragðað nokkur egg fyrir páska.

Ég lýg því ekki að undanfarin ár hef ég alltaf verið búin að torga nokkrum eggjum fyrir páska.

Ég er bara mjög stolt af sjálfri mér og hvað ég hef náð að aga mig þennan fyrsta mánuð.

Tölur:

22/3 = 98,1

23/4 = 94,3

Á mánuði hef ég sem sagt náð af mér - 3,8 kílóum.

Er mjög ánægð stefnan hefur verið tekin á -2 kíló á mánuði það má aldrei vera minna en það.

Takmarkið er að fara niður í kjörþyngd sem er 72 kíló.

Ég held matarboð í kvöld og fagna páskunum og borða páskaegg eins og aðrir,en í hófi.

Gleðilega páska !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband