7.4.2011 | 11:20
Hæ aftur og ekki í síðasta sinn ;)
Góðan daginn til þín er þetta lest :)
Er núna svolítið lukkuleg ;) en það er einmitt núna sem ég verð að passa mig þegar ég sé árangurinn,þá á ég það til að verða svo ánægð að ég dett óvart í súkkulaðið og gosið:( en nei nei það er ekkert að gerast. Líður vel :) er búin að setja alla fjölskylduna í átak og hreyfingu,
svo nú er þetta ekkert vandamál. Ætla að hugsa átakið mitt sem eitthvað sem er ekki erfitt heldur jákvætt markmið í rétta átt.Ef það er eitthvað vandamál þá er það bara ég sjálf. En ég hef reyndar verið þekkt fyrir það ef eitthvað bjátar á að sýna mikla jákvæðni og trúi að það hjálpi líka núna.
Ég er eins og reykingamanneskjan sem er að hætta að reykja löngunin hverfur kannski ekki í eitt tvö ár.Og ég finn svakalega löngun eða finn að líkaminn minn er mjög svo hrifinn af nammi og nú er ég að segja ssjálfri mér og heilann forrita heilann upp á nýtt :) Þetta er ekkert mál er bara góð í dag og í stuði með Guði.Njótið dagsins það ætla ég að gera.Blikk blikk
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.