27.3.2011 | 09:11
Er sæt á Sunnudegi en ekki hvað :)
Góðan daginn !
Er að baka hafraklatta í ofninum,og bíð eftir að finna dásemdar kanillyktina af bakkelsinu. Já þetta er hollt nammi.
Er svagalega sæt á sunnudegi og borða heilsunammi.
Á von á mági í morgunnmat eða brunch og ætla að halda mig við klattana og hrökkbrauðið góða.
Spínat og grænmeti :) Segiði svo að maður sé ekki sætur :)
Já það var nammidagur í gær.Eftir vinnu keyrði ég dömurnar mínar út í búð.Önnur valdi nammi í poka hin fékk ís,og ég ekki neitt.Er ánægð eftirá :)
Í dag brosi ég með hjartanu enda margt að þakka fyrir :)
Er enn að standa í stað ,eða síðustu 2 dagar sýna 97,0 og engin br þar á,enda er ég að stefna á 2 kíló mínus á mánuði.
Njótið dagsins
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.