Fitubolla verður krúttubolla

Halló aftur.

Er bara í góðum gír.Hver er það ekki sem er að hefja átak.Maður verður held ég bara að vera svolítið léttkærulaus,og gera grín af sjálfum sér.

Verð nú að segja að mataræðið hefur ekki verið beint hollt í dag,pulsur í kvöldmat 3stk. cerios í morgunn,tortilla í hádeginu og ástarpungar í kaffinu.

En ég er að detta í gírinn,og ætla að skokka í korter núna í kvöld.

Svo er bara að halda áfram á morgun.

Finn ég verð að setja inn hreyfingu,og á morgun er það vatn og aftur vatn líka.

Ætla að dekra við mig í kvöld og setja maska á andlitið og yndisleg krem.Góða lyktin

hefur svo góð áhrif á mig.

Ætla líka að sjóða vatn og setja lime út í.

En annars gengur allt vel,og nú gef ég sjálfri mér gott spark í rassinn og hana nú sagði hænan ;)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband