22.3.2011 | 08:48
Blogga um átakið mitt sem hefst í dag 22 mars 2011
Já halló!
Hér er ég allt of þung eða 98,1 kíló.
Ég er enn eina ferðina að hefja átak og ætla núna að blogga um það.
Ætla bara að koma með allar tölur réttar og ekkert að fela lengur.
Spurning hvort þessi leið virki ekki bara best að tjá sig um fituna ljótuna og allt hitt.
Já segjum bara að ég sé krúttubulla.Ekkert hrikalega ófríð 48 ára kona sem er bara allt of þung.
Markmið mitt er að léttast.Í þetta sinn ætla ég að gera það hægt.Stefni á 2 kíló á mánuði.
Þegar ég hætti að blogga núna á eftir ætla ég að skokka um húsið mitt, og svo er það sturta og vinna.
Eins og ég segi ég er búin að prófa held ég bara ansi marga kúra.Danska kúrinn,var bara ekkert
að fýla allt þetta grænmeti,og stóð mig ekkert.Detox hjá Jónínu.Léttist heilan helling en var svo gjörsamlega orkulaus eftir detoxið að það tók mig örugglega hálfan til einn mánuð að ná mér eftir það.Er nú búin að bæta enn meiru á mig en áður en ég fór í detoxið.
Þoli bara ekki þessa fitufellingar lengur og ætla núna að gera þetta upp á minn máta.
Sjáumst í kvöld,þá set ég inn hvernig dagurinn gekk hjá mér,og svagalega væri nú gott að fá smá pepp :I Bæjó í bili.Kveðja Krúttubolla (:-)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.